sunnudagur, 6. október 2013

Undirbúningur hafin fyrir Burkina Faso

Burkina Faso undirbúningur


Árið 2012 var ákvörðun tekin um að við fjölskyldan myndum fara til Burkina Faso í Vestur Afríku í Janúar 2014. Gullý og Hinrik foreldrar mínir starfa þar við mannúðarstörf og við munum vera með þeim í sex vikur.  Þegar ákvörðunin var tekin var þriðja barnið okkar ekki fætt en á leiðinni. Hann kom síðan með hvelli 19. nóvember 2012. Við erum loksins búin að panta flugið, með einstakri þolinmæði konunnar fengum við draumaflugið okkar, án millilendinga á svipuðu verði og ódýrustu flug sem í boði voru. Icelandair til Parísar - bið í 4 tíma og síðan beint flug til Ouagadougu höfuðborgar Burkina Faso. Klárlega þæginlegra en að fara til - Parísar - Casablanca - Niami - Ouagadougu með 5 manna fjölskyldu og öllu sem tilheyrir.  



Um daginn var farið í fyrstu sprautunar sem eru nú mjög fáar hjá mér (Aroni) þar sem ég hef farið áður, nokkrar hjá Gunnu og Lýdíu en þær fengu slatta fyrir Indland áríð 2007 en stubbarnir eru alveg óbólusettir. Sprautur vekja reyndar mismikla kátínu hjá meðlimum fjölskyldunnar en þetta hefst allt með smá útskýringum og gleði.