laugardagur, 21. júní 2014

Flórida eftir nokkra daga

 Ég er svo mikið þakklát fyrir það að hafa fengið að upplifa sumar í janúar og febrúar. Það ruglaði líkamsklukkuna þó allhressilega því lengi vel eftir því sem nær dró vorinu þá fannst mér alveg eins og það væri haust og fljótlega kæmu jól. En þetta algjörlega fyllti á sólartankinn. Það sem af er sumri hefur sólin nú látið sjá sig í nokkra daga hér og þar. Íslensku sumarkvöldin eru dásamlegasti tími sumarsins. Þá kemur algjör stilla, fuglarnir syngja og veðrið er dásamlegt. En núna í næstu viku er komið að því að yfirgefa landið "kalda" og fallega og fara á vit ævintýranna í Ameríkunni. Mörgum finnst við kannski pínu skrítin að ætla til Flórída á "High season" tíma í mikinn mikinn hita og raka. En við fengum góðan hitaundirbúning í Afríku:-)  En ástæðan fyrir þessari ferð er fyrst og fremst sú að við erum að fara á ráðstefnu 9-11. júlí sem heitir Celebrate Recovery Summit. En við ætlum að gera smá frí úr þessu í leiðinni og förum tvær fjölskyldur saman. Við erum nefnilega svo heppin að eiga frábæra ferðafélaga sem heita Dagbjört og Þorsteinn. Þau kynntust á ferð okkar um Indland árið 2007 og saga þeirra var síðar meir ástarsaga sem endaði á því að þau giftu sig árið 2008. Börnin okkar og þeirra eru líka mjög góðir vinir og því mjög hentugt og gott að hafa leikfélaga í ferðinni.

En brottför frá Íslandi er eftir nokkra daga þegar dóttir okkar er búin að fá að halda upp á og eiga 11. ára afmæli. Ótrúlegt hvað barnið eldist en við foreldarnir ekki….



http://www.celebraterecovery.com/events/summit-2014/ecs