mánudagur, 30. desember 2013

Að pakka niður ...

Þegar fimm manna fjölskylda er á leið til Afríku þarf að taka með mikinn farangur. Fötin taka svo sem ekki mikið pláss því í Burkina Faso er aðeins hlýrra en á Íslandi og því mikið um léttan fatnað. En það er óneitanlega góð tilfinning að þurfa ekki að pakka niður, úlpu, ullarfötum, regngalla, stígvélum eins og við myndum eflaust gera ef við værum að fara í sumarbústað eða útilegu á Íslandi. En varðandi það hvað leynist í töskunum þá er til dæmis búið er að pakka niður nokkrum Spagetti Bolognese barnamatskrukkum fyrir Pétur Berg og auðvitað moskítóvörnum og sólarvörn......

Í dag fengum við okkur göngutúr í SNJÓNUM í apótekið og keyptum alcogel sem er sótthreinsandi gel til að bera á hendurnar, Acidophilus tuggutöflur fyrir drengina, malaríutöflurnar Lariam og B sterkar. B sterkar eiga víst að vera allra meina bót er það ekki?

Já og strax eftir áramót verða bleyjurnar keyptar ... hvað ætli Pétur Berg muni nota margar bleyjur á 6. vikna ferðalagi .... hmmmm


Engin ummæli:

Skrifa ummæli