laugardagur, 6. janúar 2018

Burkina Faso eftir tvær vikur

Nú held ég að það sé komin tími til að byrja að blogga aftur. Við fjölskyldan (Aron 36, Gunna 36, Lýdía 14, Hinrik Jarl 7, Pétur Berg, 5 og Lúkas Lár 2) erum að fara til Burkina Faso eftir tæpar tvær vikur. Nú erum við orðin 6 manna fjölskylda og því örlítið fleiri en þegar við fórum til Burkina síðast. Sá stutti (Lúkas Lár) sem er orðin 2 ára og 4 mánaða er búin að fá alla grunnbólusetningarnar sem þörf er á fyrir ferð sem slíka. Yellow fever, Lifrabólgu A og b, Taugaveiki, Heilahimnubólgu o.sfrv. Við hin þurftum að fá boozt á þær bólusetningar sem voru útrunnar en ekki þessar stærstu sem gilda lengst. Bólusetningar eru stór fjárfesting en opna um leið tækifæri til að ferðast til framandi landa. Eins og flestir vita sem þekkja okkur þá elskum við að ferðast. Við höfum þó ekki verið duglega að blogga um ferðalögin sem við höfum farið í síðan við fórum sem fjölskylda til Burkina Faso síðast en það verður skemmtilegt að skrásetja þessa ferð. Við erum að fara með hópi af frábæru fólki að heimsækja tengdaforeldrana sem vinna enn í dag af öllu hjarta að uppbyggingu ABC skólans í Burkina Faso. Hér fyrir neðan má sjá bólusetningarævintýrið okkar frá því í vikunni sem leið. 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli