fimmtudagur, 13. febrúar 2014

Aðalhaninn

Rafstöðin sem við sóttum í dag er eitthvað léleg svo það verður ekkert rafmagn í kvöld. Náði smá hleðslu á símann en hann slekkur fljótlega á sér.

Nú er síðasta kvöldið okkur hér í Bobo runnið upp. Síðasta kvöldmáltíðin var þessi líka ljómandi góði og fallegi hani. Já þetta var einn af aðalhanagæjunum. Svona er lífið í henni Afríku. Kjötið er NÝTT.

Þetta hefur verið góður tími hér í Bobo. Tími sem við gleymum seint og eigum eflaust eftir að sjá betur þegar heim verður komið hvað við hödum lært sem fjölskylda og hvernig þessi tími hefur mótað okkur sem einstaklinga. Við erum mikið þakklát fyrir þetta frábæra tækifæri að vera með Hinrik og Gullý og sjá með eigin augum hvað þau eru að vinna að hér úti.

Í dag höfum við verið að pakka niður og ljúka ýmsu. Aron er langt komin með að setja enskan texta á seinni heimildarmyndina sem hann er að gera. Nokkkrir drengir héðan af svæðinu horfðu dolfallnir á hann klippa myndina.  Við tókum trampolínið niður seinnipartinn þar sem það er ekki hægt að nota það á skólalóðinni á meðan það er ekkert öryggisnet. Pabbinn og afinn urðu að prófa eins og sést á myndunum :-)
Við fórum líka í smá vatnsblöðrustríð ...og mikið var notalegt að fá kalda vatnagusu í hitanum.

Pétur Berg er orðin svolítið kvefaður en fékk nú samt að vera úti að leika þar sem honum líður best. Hinrik Jarl er frjáls eins og fuglinn og elskar að hitta krakkana hér. Það var skemmtilegt að sjá hann áðan í fótbolta við nokkra stráka sem notuðu sprungin körfubolta sem fótbolta. Lýdía er orðin mikið spennt að hitta vinkonur sínar heima á Íslandi. En hlakkar líka til að hitta dætur hans Salomons vinar okkar sem við vorum með í skóla á Englandi.

Við verðum hjá Salomon þangað til á þriðjudaginn. Áætlað flug heim 18. febrúar á 40. ára afmælisdag elsku systur minnar og lending á Íslandi 19. febrúar um kaffileytið.

En þangað til næst
Au revoir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli