mánudagur, 17. febrúar 2014

Samkomumaraþonið

Í gær var samkomumaraþonið mikla. Við fórum í fyrstu kirkjuna kl 7 um morguninn. Yndisleg kirkja og mjög fjölmenn. Það fyndna var að salurinn aem var frekar stór var hálf tómlegur þegar samkoman byrjaði en troðfullur þegar hún endaði. Þetta minnti mig á Indland um árið. Ekki Indian stretchible time heldur afrixan stretchible time;-). Svo fólk mætti þegar því hentaði;-) Aron predikaði á þessari samkomu. Ég heyrði ræðuna reyndar ekki þar sem ég fór með börnin út þegar á leið. En mér skilst á tengdó að þetta hafi verið frábært hjá honum:-).

Þegar við vorum á þessari samkomu frétti Aron að hann ætti að predika á samkomu kl 9:30 í Village of hope þorpi sem við vorum að fara að heimsækja. Þar er heimavistarskóli fyrir 500 börn sem Pastor Michel og konan hans hún Lydia reka. Samkomusalurinn var því troðfullur af yndislegum börnum á öllum aldri. Aron sauð saman ræðu og talaði til krakkanna. Við vorum síðan boðin í mat til  Michel og Lydiu. Seinnipartinn kíktum við svo á African art markaðinn. Alltaf gaman að skoða svona markaði.

Konan hans Salomons sér svo vel um okkur að hún eldar fyrir okkur og sendir mat til okkar í húsið sem við gistum í. Húsin hér eru frekar lítil svo það er erfitt að taka á móti hópi fólks í mat á matmálstíma. Í gærkvöldi predikaði Aron svo á samkomu hjá Biblíuskólanum. Það var frábær stund en þeir feðgar Aron og Hinrik fóru þangað en við vorum heima til að leyfa drengjunum að fara snemma í rúmið. Börnin voru mjög þreytt í gær eftir early rise ...

En meira síðar ...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli