mánudagur, 10. febrúar 2014

Hænurnar og skógurinn....

Í gær var samkomudagur. Ég fékk tækifæri til að predika á enskumælandi samkomunni hans Pastor Mosé. Það er "öðruvísi" að predika í allt annari menningu en maður er vanur en það var áhugavert og skemmtilegt verkefni. Predikunartörnin hjá Aroni er búin í bili þangað til næsta sunnudag. Þá predikar hann í kirkjunni hans Michel sem er forseti Assemblies of God hreyfingarinnar hér í Burkina Faso. Sú kirkja er í höfuðborginni Ouagadougou. En þangað er ferðinni heitið á föstudaginn.   Aron og Hinrik Jarl sváfu svo upp á svölum í nótt. Ósköp kósý.

Í dag fengum við mæðgur það tækifæri að fara með Gullý, Hinrik, húsverðinum Moussa og forstöðumanninum Daniel í kirkjunni hér á svæðinu að heimsækja 5 fjölskyldur sem eiga og hafa mjög lítið á milli handanna. Ástæðan var sú að fara átti með hænur og hrísgrjón til að gefa þeim. Aron var heima með drengina á meðan þar sem við komumst ekki öll í bílinn ;-)

Þetta fólk býr við misjafnar aðstæður. Einn eldri maður sem við fórum til átti konu og 3 börn og bjó í litlum kofa sem hefur verið svona 15 fm. Minna en svefnherbergið okkar heima. Ótrúlegt!

Seinnipartinn í dag fórum við svo í skógarferð. Það var mjög fallegur skógur með RISAtrjám ....ótrúlega fallegt og gróið svæði með miklu fuglalífi.

Það er gaman að segja frá því að Hinrik Jarl er orðin mjög heimavanur hér. Fyrst um sinn var hann mjög feimin og eiginlega hræddur við alla krakkana sem vildu koma við hann og leika við hann. En núna bíður hann eftir að hitta strákana. Í dag var hann svo allt í einu komin út á skólalóð í frímínútum að leika við strákana og fannst ekkert sjálfsagðara.

Auðvitað endaði dagurinn svo á bað(bala) ferð hjá drengjunum. Kósý kósý....

2 ummæli:

  1. Yndislegt, Hef einmitt verið að hlæja að því þegar ég les bloggið og sé myndirnar af HJ hversu afslappaður hann virðist vera og algjörlega að fýla sig;) Annars er svo gaman líka að sjá á ykkur öllu hversu vel þessi ferð hefur farið í ykkur myndinar tala sýnu skýra máli. Yndislegt. Njótið síðustu dagana systir mín. Knús og kossar.

    SvaraEyða
  2. æðisleg myndin af HJ í tölvunni og allir strákarnir að fylgjast með ;) Fjölmenning, elska hana ;)
    kv. Ástrós

    SvaraEyða