þriðjudagur, 18. febrúar 2014

Flugvöllur... check

Í dag er systir mín 40. Ára. Til hamingju með daginn elsku systir mín Anna Rósa :-) 
Hlakka til að hitta þig þegar þú kemur heim í sumar:-)

En.... þá erum við komin á flugvöllinn í Ouagadougou. Í morgun kláruðum við að pakka. Þegar ég var að greiða Lýdíu og setja í hama fastar fléttur kom Salomon til okkar og fór að tala um hvað hárið á henni væri fínt. Þá sagði ég honum að Lýdíu langaði svo í afrískar fléttur. Salomon sagði að það væri nú lítið mál og hringdi eitt símtal og eftir smá stund kom ung kona á reiðhjóli sem fléttaði Lýdíu:-)

Eftir hádegi fórum við á hótel sem var með sundlaug. Það var ósköp notalegt. Við fengum að fara "frítt" í sund á þeim forsendum að við myndum borða kvöldmat á veitingahúsinu. Það mjög gaman að vera þar í rólegheitunum í smá tíma. Hinrik og Hinrik Jarl fóru í smá göngu um garðinn og komu til baka mjög hissa því þeir höfðu séð dýr sem þeir áttu ekki von á að sjá. KRÓKÓDÍL. Hinrik Jarl hafði ólmur viljað opna hurðina hjá honum sagði Hinrik. Við fórum og skoðuðum dýrið og þá uppgötvaði Hinrik Jarl að krókódíllinn var lifandi. Hann hélt að hann væri dauður eins og hann sagði sjálfur frá þangað til hann sá krókodílinn blikka auga.... úúúúú :-) en þetta var mjög óvænt og skemmtilegt.

Kvöldmaturinn var dásamlegur. Gott kjöt og meðlæti svo við ættum að vera södd þar til við fáum að borða í flugvélinni. Við millilendum í Niamey og áætluð lending í París er kl 6 í fyrramálið að frönskum tíma eða 5 að íslenskum og Burkina tíma.

Þetta hefur verið dásamlegur tími með mörgum áskorunum. Það er gott til þess að vita að tengdó koma heim eftir rúman mánuð svo það verður ekki eins langt "aðskilnaðar"tímabil og síðast. Það er svo dýrmætt hvað börnin hafa kynnst þeim vel á þessum sex vikum.

Takk fyrir okkur elsku Gullý og Hinrik. Við erum mikið þakklát.

Nú er boarding....

Þangað til næst, Au revoir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli