sunnudagur, 2. febrúar 2014

Frí í fríinu

Jæja þá erum við komin "heim" eftir frábært frí í fríinu. Það var æðislegt að koma til Banfora. Toppurinn yfir Iiiið var þegar við fórum að fossunum fyrir ofan Banfora. Váááá! Svo fallegur staður. Fallegt gil, fallegir fossar og fallegur trjálundur með riiiisastórum trjám. Já einu orði sagt. Fallegt.
Við elduðum pasta á eldi í góðum potti sem tengdó eiga fyrir svona ævintýramennsku. Þegar við vorum að klára að borða komu nokkrir drengir og fylgdust með okkur. Það var smá afgangur af pastanu sem tengdamamma hafði sett í dós svo ég benti þeim á það en gerði mér ekki grein fyrir því að þeir myndu berjast um innihaldið. Sá bardagi fór nokkuð friðsamlega fram og stuttu seinna voru þeir komnir út í ána leika sér. Sumir á nærbuxunum og aðrir á Adamsklæðunum :-)
Rétt fyrir neðan þennan stað var foss sem hægt var að stökkva í. Aron lét fyrstur vaða. Lýdía næst ... algjör hetja. Annar skórinn hennar drukknaði í fyrsta stökkinu en sem betur fer var Amma Gullý með aukpar af skóm í bílnum.  Lýdía er svo óhrædd við svona lagað og stökk nokkrum sinnum. Ég lét síðan vaða ... var reyndar ekki með sundföt né aukaföt svo ég stökk bara á hlýrabol og naríum .... hvaaaa það er bara næstum eins og sundbolur og maður þornar á augabragði í Afríkuhitanum :-) váááa hvað þetta var gaman :-)
Við prófuðum nokkra mismunandi veitingastaði og smökkuðum nokkrar gerðir af mjög góðu nautakjöti. Í dag pöntuðum við Aron okkur grillspjót, hríshrjón og hvítlauksmarineraðar kartöflur með einhverjum kryddjurtum.... mmmmmm. Verðið var næstum því djók rétt rúmar 500 krónur á mann með gosi. Hinrik Jarl vildi fá að borga eitthvað með pening sem hann hélt á fyrir mig svo við leyfðum honum að borga gosið. Hann var ægilega ánægður með það að fá að leggja sitt af mörkum :-)

En jammm.... núna erum við komin heim. Búin að borða æðislega gott mangó og banana með smá jógúrti út á. Rafmagnið er enn í gangi og öll tæki í hleðslu. Drengirnir sofnaðir og svo ég haldi áfram að tala um mat þá er ég að hugsa um að poppa. 
Nægtí nægt....
Hinrik og Hinrik Jarl 

Amma Gullý að elda eins og Afríkukonurnar 

Einn af drengjunum .. 

Amma Gullý að fylgjast með stökkunum 

Lýdía stekkur út í fossinn 

Fallegt útsýni 

Notalegur staður að sitja á 

Pétur Berg og amma 

Þessi var svolítið þreyttur á heimleiðinni 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli