þriðjudagur, 4. febrúar 2014

Verkfall

Það er víðar en á Íslandi sem kennarar eru ósáttir við launin sín. Í dag eru kennarar hér í Burkina Faso í 2. Daga verkfalli. Kennararnir hér á skóla ABC eru því ekki í vinnu. Almenn laun kennara eru 78.000 CFA sem eru tæp 20.000 íslenskar krónur. Bekkirnir eru mjög stórir miðað við það sem við þekkjum heima eða rétt tæplega 60 nemendur. Í almennu ríkisskólunum eru stundum 200 nemendur í bekk. Almennt er kennt frá því klukkan 7:30 á morgnana.

Skóladagurinn lítur svona út:
7:30-10:00: Kennsla
10:00-10:30: Frímínútur
10:30-12:00: Kennsla
12:00-15:00: Hádegismatur og heimanám úti á meðan heitasti tíminn er.
15:00-17:00: Kennsla

Dagarnir eru mjög langir og strangir. Menningin hér er mjög ólík því sem við þekkjum. Það er til að mynda ekki viðurkenndur kennslumáti að kenna með leik. Það þekkist lítið og almennt er það talið óþarfi að börn leiki sér í frímínútum.  Tengdamamma var skólastjóri og kennari í mörg ár. Hún þráir að sjá ýmislegt breytast og reynir að fá skólastjórann hér til að horfa út fyrir "kassann".  En eins og þeir vita sem þekkja Afríkubúa þá gerast hlutirnir yfirleitt á Afríku"hraða".

Engin ummæli:

Skrifa ummæli