sunnudagur, 19. janúar 2014

Afmæli og veðurfar

Jæja er ekki komin tími á smá línu. Dóttirin er mun duglegri að blogga en foreldrarnir ;-)
Síðan síðast er Hinrik Jarl búin að ná þeim áfanga að verða 4. Ára gamall og var það mikil gleði. Sá stutti hélt því fram að hann hefðu nú stækkað talsvert um nóttina

Afríka er að fara vel með okkur. Við erum þakklát fyrir góða heilsu og gott veður. Næturnar hafa verið frekar heitar en síðasta nótt var mjög þægileg þar sem það hafði rignt nóttina á undan og því hafði hitinn lækkað aðeins. Við erum núna komin með 3G kort í símana sem gerir okkur það kleift að fara á netið annarsstaðar en heima. Nú erum við til dæmis útí bíl að bíða eftir tengdapabba sem er að skoða sólarsellur. Mikil læti eru í öllum mótorhjólum á svæðinu. Mikið flautað og því líklegt að Burkina Faso hafi verið að vinna einhvern fótboltaleik⚽

Á morgun fer Aron í ferðalag að sinna einhverjum erindum með pabba sínum og við verðum heima með tengdamömmu.

Við vorum að koma af enskumælandi samkomu þar sem minn heittelskaði predikaði þessa líka fínu predikun. Hann predikaði í annarri kirkju síðasta sunnudag og það er búið að biðja hann um að predika annarsstaðar næsta sunnudag og ekki nóg með það heldur er búið að biðja hann að gifta líka. Það þykir víst flott að fá hvítan pastor til að gifta :-) sjáum til hvort af því verði ... haha

En þangað til næst ...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli