sunnudagur, 26. janúar 2014

Sunnyday

Í dag fórum við á samkomu í kirkju sem við höfum ekki farið í áður í þessari ferð. Þegar við mættum á staðinn voru allir í ŕrólegheitunum, ekkert að stressa sig við það að láta samkomuna byrja á réttum tíma. Forstöðumaðurinn Pastor Mosé sem er frábær náungi hló og sagði "African time" ... þetta minnti okkur æ Indland um árið :-) Aron predikaði þegar rúmir tveir tímar voru liðnir af samkomunni. Ekkert stress hér í landi og góður tími tekinn í allt.... Pínu erfitt fyrir okkur tútabúanna (hvítingjana) en góður lærdómur að vera ekki alltaf að flýta sér.
Ég og tengdamamma vorum að mestu fyrir utan með börnin. Það var gaman að fylgjast með börnunum og mannlífinu þar var t.d ein stúlka örugglega ekki meira en 8. ára sem var með bróðir sinn á bakinu stótan hluta af samkomunni. Hann var svona sirka 9. mánaða myndi ég giska á. Ég fylgdist með henni taka hann af bakinu þegar hann vaknaði, leika við hann og binda hann svo aftur á bakið á sér.  Það var líka einn þreyttur maður á "bíla"stæðinu sem hafði ákveðið að fá sér kríu ofan á hjólinu sínu (eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan). Hann hefur örugglega verið einn af þeim sem hafði komið í brúðkaupið sem var haldið daginn áður og hafði staðið langt fram undir morgun. 
Eftir samkomu vorum við boðin í mat til Pastor Mosé og Christine konu hans. Þau eiga þrjú börn. Það yngsta (stúlka) sem er jafn gömul og Lýdía. Við fengum æðislrga gott spagettí með kjúklingabitum.  Þau búa í stóru húsnæði 120fm sem er miðað við vestrænan standard frekar illa farið. Þau eru þó mjög ánægð með húsið sem þau leigja á 20.000 sefa á mánuði (5.000 ISK). Þau eru yndisleg hjón.
Eftir heimsóknina kíktum við á markaðinn sem við erum búin að bíða eftir að komast á. Það var mjög áhugavert. Keyptum efni í afríkupils á okkur mæðgur og Toy story efni í sængurver fyrir strákana :-)
Nú eru drengirnir löngu sofnaðir og Aron og Lýdía komin upp á þak þar sem þau ætla að sofa á dýnu undir moskítóneti í kvöldsvalanum (27°). Örugglega mjög kósý.
Góða nótt....
Gunna





1 ummæli:

  1. Ég elska að lesa bloggið ykkar og skoða allar fallegu myndirnar frá Afríku ;)
    kv. Ástrós

    SvaraEyða