þriðjudagur, 7. janúar 2014

Ísland - París

Jæja þá er ferðalagið hafið. Við gistum hjá Söru og Jakobi systkinum Arons í nótt þannig að allir gátu sofið aðeins lengur í morgun heldur en ef við hefðum sofið heima á Selfossi. Ég er þannig gerð að ég sef yfirleitt mjög lítið nóttina fyrir flug. Vakna mjög reglulega til að kíkja á klukkuna og var því vöknuð áður en klukkan hringdi í morgun. Lýdía vaknaði rétt á eftir mér og svo vöknuðu karlmennirnir. Litlu strákarnir voru ótrúlega duglegir að vakna, enginn grátur og allir kátir og glaðir og mættir á Keflavíkurflugvöll klukkan 5:30.
Flugið gekk mikið vel. Pétur Berg svaf nánast allan tímann og Hinrik Jarl horfði á barnatímann og Lýdía er auðvitað svo stór að hún bara gerði eitthvað til að dunda sér. Við lentum í París um hádegisbil. Ljómandi fínt veður 11 stiga hiti. Ekta peysuveður. Ágætis upphitun fyrir Afríkuna :-)

Við tókum Hotel Shuttle á Hótelið okkar sem heitir Suite Novhotel og er rétt hjá flugvellinum.  Ein handfarangurstaskan okkar gleymdist í rútunni en starffólkið á hótelinu hringdi í rútuna og bílstjórinn snéri við og kom með töskuna. Frábær þjónusta það! Þetta er æðislegt hótel. Allt til alls og allir mjög sáttir. Starfsfólkið er frábært og tók mjög vel á móti okkur og leysti krakkana út með smá gjöfum.

Í dag tókum við síðan leigubíl í Aeroville verslunarmiðstöð hér rétt hjá. Versluðum aðeins og fengum að kynnast enn fleiri frábærum kurteisum frökkum. Við erum ánægð með daginn og hlökkum til að sofa vel í nótt. Flugið til Burkina Faso er síðan klukkan 16:10 að frönskum tíma á morgun og mæting klukkan 13:10.

Áætlaður flugtími er um 5,5 klst og er spáð 26 stiga hiti um það leiti sem við lendum. Já best að hafa úlpuna tilbúna og regnhlífina.... DJÓK!

Nei moskítóvörnin og og sólarvörnin verður höfð á lofti næstu vikurnar :-)

Bien Bien .....

Gunna

1 ummæli:

  1. Góða ferð esskurnar og knúsið þau gömlu frá okkur hér í norgelandinu <3

    SvaraEyða