fimmtudagur, 9. janúar 2014

Bobo Dialousso

Jæja.... Flugið frá París gekk ljómandi vel. Pétur Berg svaf eins og steinn í 2 tíma í byrjun ferðarinnar sem var mjög ljúft:-) Flugið tók 5,5 klst og lentum við klukkan 20:45 að staðartíma sem er sami tími og á Íslandi.  Þegar við gegnum út úr flugvélinni og niður stigann streymdi Afríkuloftið á móti okkur, heitt og með reykjakeim.

Það var svolítið skemmtileg að koma inn á flugvöllinn í Ouagadougou. Þetta var eina flugvélin sem var að lenda en allir þurftu að fara í gegnum öflugt vegabréfaeftirlit. Fyrst þurftum við að sýna bólusetningarskírteinin þ.e að við værum öll bólusett við Yellow fever. Bólusetningarskírteinið var nú ekki skoðað vel heldur bara nöfnin á kortinu sjálfu. Næst tók við röð í vegabréfseftirltið sjálft. Þegar Aron kom síðast til Burkina (2011) þá sat maður við tréskrifborð og stimplaði vegabréfin. Núna hinsvegar voru nokkrir að taka á móti fólki með vegabréfin sín og hver og einn þurfti að setja hendur á fingrafaraskanna sem þýðir að nú á Burkina Faso fingraför okkar hjóna:-) þeir slepptu börnunum... ha ha

Eftir þónokkra bið eftir farangrinum (samt vorum við eina flugvélin á alþjóðaflugvellinum í Ouagadouogu) hittum við svo mömmu og pabba hans Arons. Þetta voru miklir fagnaðarfundir og mikið ljúft og gaman að hitta þau aftur. Á flugvellinum hittum við einnig vin okkar og gamlan skólafélaga í IBTI á Englandi, Salomon Sawadougu.

Þrátt fyrir að Ouagadougu sé höfuðborg Burkina þá er ekki mikið um sterk ljós, göturnar eru frekar dimmar á kvöldinn fyrir utan götuljósin sem eru oftast í lagi og einstaka veitingastað sem er opinn.
Í Ouagadougu gistum við svo á sæmilegu gistihúsi miðað við Afríkustandard. Þar var loftkæling sem hjálpaði verulega en samt sváfu fjölskyldumeðlimir mis mikið þessa fyrst nótt sem eins og næstu 40 og eitthvað nætur verða undir moskítóneti.

Dagurinn var svo tekinn snemma í morgun, við fengum okkur einfaldan morgunverð og svo var haldið af stað í rúmlega 5 klukkustunda ferð til Bobo. Mannlífið á leiðinni var ótrúlegt. Allsstaðar var fólk og allt var öðruvísi en við eigum að venjast. Fólk selur vörur og vinnur alla mögulega vinnu í vegakantinum, fólk virðist ákaflega afslappað og tekur lífinu með ró.  Vegurinn var á köflum mjög holóttur en þrátt fyrir allt gekk ferðin mjög vel og krakkarnir voru frábærir og við komumst á leiðarenda seinnipartinn.

En nú er dagskammturinn af rafmagni búin og allir farnir að sofa. Eina hljóðið sem heyrist er í engisprettum að kvaka fyrir utan. Best að drífa sig líka í rúmið. Meira síðar...

2 ummæli:

  1. Hæ, hæ Lýdía við vorum að lesa hjá þér. Við söknum þín mikið. Mikið var gaman að sjá myndirnar :-) Hafðu það gott í Afríku. Kveðja 5.LDS
    P.s. Getum ekki skrifað inn á þína síður.

    SvaraEyða
  2. Gaman að filgjast með.bið að heilsa öllum.Maggý

    SvaraEyða