miðvikudagur, 22. janúar 2014

Malaríuröfludagur

Í dag var malaríuröfludagur. Hver og einn fjölskyldumeðlimur fær ákveðin skammt af Lariam. Það eru allir voða duglegir að taka sína töflu en sem betur fer er það bara einu sinni í viku. Pétur Berg fær 1/4 úr töflu og hefur reynst best að koma henni nógu langt upp í hann svo hann geti gleypt hana strax. Eins gott að taka þesdi lyf því nokkrar moskítóflugur komu úr felum eftir smá rigningarskúr í fyrradag og leituðu mig uppi eins og sést á mynd hér fyrir neðan.
Aron er enn á ferð með pabba sínum en kemur heim í kvöld. Þeir eru búnir að keyra mikið og heimsækja marga og það verður áhugavert að heyra betur frá þeim þegar þeir koma heim. Strákarnir voru ægilega ánægðir í morgun að leika sér með steina hér úti á lóð. Pétur Berg hreinlega elskar hitastigið og það fer mjög vel í hann að vera léttklæddur. Svo lagði hann sig í kerrunni í skugganum.
Lýdía var svo heppin að fá skólabúning í dag  sem var saumaður á hana hér í skólanum. Blár og sætur. Mikið held ég að það myndi leysa mörg vandamál heima á landinu kalda ef allir skólar væru með skólabúning :-) þið getið séð mynd á "blogginu" hennar.
En já í dag bakaði tengdamamma æðislega góða bananaköku í sólarofninum og gæddum við okkur á henni í sólinni.
Krakkarnir voru líka að hjálpa tengdamömmu að flokka dót og liti fyrir skólan sem hafa komið með gámum frá Englandi. Ég fékk líka tækifæri til að hjálpa henni að búa til smá blaðsnepill sem gæti orðið heilsufarsskýrsla fyrir krakkana í skólanum. Mikilvægt að geta búið til eitthvað kerfi sem gerir það "einfalt" fyrir skólahjúkrunarfræðinginn að halda utan um heilsufarssögu krakkanna í skólanum.
Í kvöld við kvöldmatarborðið var Hinrik Jarl að borða súkkulaðibúðing og allt í einu var hann allur orðin útataður í brúnum búðing og sagði "nú er ég brúnn eins og krakkarnir" :-)
Alltaf jafn skemmtilegar setningar sem koma frá þeim litla manni.
Jæja .... nú förum við brátt að slökkva á rafstöðinni og vonandi fara Aron og Hinrik að renna í hlað.
Over and out...




Engin ummæli:

Skrifa ummæli