mánudagur, 20. janúar 2014

Hjólin í Afríku

Í dag fór Aron með pabba sínum til Banfora að heimsækja nokkra forstöðumenn/pastora í þorpunum í kring. Þeir gista líklega svo í Banfora í nótt.
Við erum búin að hafa það notalegt í dag. Lýdía settist á "skólabekk"eins og aðra daga. Við erum búin að skipta því sem hún átti að vinna niður á virka daga (fram til 14. Feb) og svo sinnir hún heimanáminu á laugardögum. Síðan bökuðum við skúffuköku sem var bökuð að hluta til í sólarofninum en baksturinn kláraður í gasofninum. Það var nefnilega ekki svo sterk sól í dag. Skýjað seinnipartinn en mjög notalegt. Við fórum síðan í gönguferð með ömmu Gullý og hundurinn Gídeon elti okkur. Hinrik Jarl ætlaði ekki að vilja koma með fyrr en ég sagði honum að krakkarnir í skólanum væru í kennslustund en ekki í frímínútum. Honum finnst athyglin frá þeim stundum svolítið óþægileg. Er ekki alveg búin að venjast því að allir vilji heilsa honum og koma við hann.... haha
En jæja .....best að fara að poppa. Stelpukvöld framundan þar sem stóru karlarnir eru í ferðalagi og litlu stubbarnir sofnaðir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli