miðvikudagur, 29. janúar 2014

Göngutúrinn

Það er svo margt sem mig langar að segja frá. Èg veit ekki alveg hvar ég á að byrja. Síðan ég bloggaði síðast erum við fjölskyldan búin að sofa upp á svölum/þaki. Það var svo notalegt. Krakkarnir sváfu mjög vel í "svalanum". Hitinn fór niður í 21° við sólarupprás.  Þetta var æðislegt, klárlega eitthvað sem við eigum eftir að gera aftur áður en við höldum heim á leið.
Í gærkvöldi var okkur boðið í mat hjá kristniboðum sem hafa búið hér í Burkina í að ég held 25. Ár. Það var mikið gaman að koma heim til þeirra. Yndisleg hjón sem eiga 5 börn. Fjóra stráka og 1 stelpu. Yngsta stelpan og yngsti strákurinn eru í á heimavistarskóla fyrir börn kristniboða í Þýskalandi. Stelpan er bara að verða 14. ára á þessu ári og sagði Ester (konan sem við heimsóttum) að þetta hefði verið erfitt fyrir þær mæðgur En Guð væri trúfastur:-)
Í dag fórum við fjölskyldan í langan göngutúr alveg inn í fátækrahverfið. Úr því hverfi koms margir nemendur í skólanum. Þar voru leirkofar sem geta verip mjög lélegir og hrunið á rigningartímanum. Við sáum einmitt einn sem hafði hrunið að hluta. Í þessu langa göngutúr varð ég fyrir því óhappi að uppáhalds "sumar" skórnir mínir gáfu sig algjörlega... annar þeirra. Svo það var bara tekin á þetta "African style" og gengið að hluta til á tánum. :-)
Við rákumst á marga líflega einstaklinga á göngunni og heyrðum oft kallað á eftir okkur "tútabú" (hvítingi). Eftir því sem við nálguðumst heimilið aftur mættum við mörgum börnum sem voru á leið heim úr skóla. Það var auðvelt að þekkja "okkar" börn úr ABC skólanum á búningnum sem þau voru í. Mörg börn voru líka að koma úr Islam skólanum eins og sást á því hvað stúlkurnar voru svartklæddar og huldar. Jafnvel svo mikið að einungis sást í augun. Við gengum líka framhjá skólabyggingu sem var svo lítil og ræfilsleg að ég skil eiginlega ekki hvernig kennsla fer þar fram. Allavega miðað við það sem maður hefur heyrt um bekkjarstærðir. Hér á ABC skólanum er algjör lúxus að hafa rúmlega 50 nemendur í bekk. Hvað finnst ykkur um það kollegar okkar í Vallaskóla? :-)
Göngutúrinn endaði svo á smá körfubolta hjá feðgunum sem endaði með því að Hinrik Jarl fékk smá sár :-/ en það var þrifið þrátt fyrir mótmæli þess stutta. :-)
Hér fyrir neðan er mynd af henni Naomi sem er "kokkurinn" í skólanum. Hún er flesta daga með barn á bakinu sem er barnabarnið hennar 18. Mánaða. Dáist að dugnaðunum í henni að elda fyrir 350 börn með barnabarnið á bakinu.
En já myndirnar tala sínu máli....
Over and out í bili:-)









Engin ummæli:

Skrifa ummæli